Fenrisúlfur — útgáfa og margmiðlun

SkilmálarPersónuverndarstefna
Fenrisúlfur — útgáfa og margmiðlun

Fenrisúlfur — útgáfa og margmiðlun

Skilmálar

Pantanir

Vinsamlegast athugið að verð á vörum í vefverslun Fenrisúlfs getur breyst án fyrirvara. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur og áskilur Fenrisúlfur sér rétt til að hætta við pantanir t.d. vegna mistaka við verðlagningu. Ef varan er ekki til á lager verður hún endurgreidd hafi greiðsla farið fram.

Greiðslumáti

Í vefverslun Fenrisúlfs er hægt að greiða fyrir vörur með kreditkorti og debetkorti. Greiðandi og viðtakandi þarf ekki að vera sá sami. Heimasíða og vefverslun Fenrisúlfs geymir engar kortaupplýsingar og fær einungis upplýsingar um hvort að greiðsla hafi farið gegn eða ekki.

Sendingar

Eins og stendur sendum við ekki pantanir í vefverslun Fenrisúlfs til útlanda. Innanlands sendum við vöru afgreidda af vefverslun Fenrisúlfs að öllu jöfnu með pósti innan þriggja virkra daga. Burðargjaldið fylgir verðskrá Póstsins og fer eftir fjölda bóka í sendingu. Um vörur sem dreift er af Póstinum gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vörunnar. Fenrisúlfur ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send úr vefverslun Fenrisúlfs og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila. Sumar bækur sem Fenrisúlfur gefur út, í mjúkbandi og innbundnar í hörðum spjöldum, eru seldar í vefverslun Amazons. Um þau viðskipti gilda skilmálar Amazons.

Skilað og skipt

Í flestum tilvikum er hægt að skila bókum sem keyptar eru í vefverslun Fenrisúlfs til okkar og fá þær skipt að því tilskildu að bækurnar séu enn óopnaðar og í plasti ef þær eru seldar þannig. Söluaðili aðskilur sér þó rétt að meta hvert tilfelli fyrir sig. Vörum sem eru afhentar rafrænt, t.d. rafbókum og hljóðbókum, fæst ekki skilað né skipt. Sama gildir um vörur eins og boli, sem og aðrar vörur eins og veggspjöld, myndir o.fl. sem seldar eru í vefverslun Fenrisúlfs.

Rafbækur og hljóðbækur

Rafbækur og hljóðbækur sem Fenrisúlfur gefur út eru seldar á vegum vefverslunar Amazons. Þær eru afgreiddar strax að lokinni greiðslu og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Amazons um þau viðskipti.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Sjá nánar hér um Persónuverndarstefnu Fenrisúlfs – útgáfu og margmiðlunar .

Ágreiningur

Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskipta eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.

Rís ágreiningur um efni viðskipta eða vegna brota á þeim á útgefnu efni Fenrisúlfs sem selt er á vegum vefverslunar Amazons gilda skilmálar og samningar Amzons um þau viðskipti.

Fenrisúlfur — útgáfa og margmiðlun

Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna Fenrisúlfs gildir um allar persónugreinanlegar upplýsingar sem fyrirtækið kann að safna gegnum heimasíðu og vefverslun Fenrisúlfs eða með öðrum rafrænum samskiptum.

Heimasíða og vefverslun Fenrisúlfs geymir engar kortaupplýsingar og fær einungis upplýsingar um hvort að greiðsla hafi farið gegn eða ekki.

Fenrisúlfur leitast við að takmarka vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga og safnar ekki ónauðsynlegum upplýsingum um viðskiptavini sína. Gildir það um heimsóknir á vef Fenrisúlfs og önnur rafræn samskipti.

Fenrisúlfur hefur persónuvernd og öryggi að leiðarljósi í allri meðferð upplýsinga um viðskiptavini sína og ber ábyrgð á þeim gögnum sem fyrirtækið safnar. Fenrisúlfur selur ekki og miðlar ekki upplýsingum um viðskiptavini sína til þriðja aðila.

Fenrisúlfur virðir rétt einstaklinga til einkalífs og leggur áherslu á að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, sbr. m.a. lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2016/679.

Hvers konar upplýsingar safnar Fenrisúlfur?

Þegar þú verslar í vefverslun Fenrisúlfs þarftu að gefa upp nafn, heimilisfang og netfang. Án þessara upplýsinga getur Fenrisúlfur ekki uppfyllt óskir þínar um viðskipti og þjónustu. Aðrar upplýsingar sem verða til við heimsókn þína á vefinn eru t.d. hvaða síður þú skoðar, landfræðilegar upplýsingar (hvar þú ert staddur/stödd), tungumálastillingar, vafrastillingar og hvaða stýrikerfi þú notar. Þessar upplýsingar gefa okkur kost á því að fylgjast með hvernig þú notar heimasíðu fyrirtækisins til að bæta upplifun þína á vefnum.

Hvað notar Fenrisúlfur til að safna upplýsingum?

Fenrisúlfur notar WooCommerce sem vistar nöfn, netföng, staðsetningu, pantanir og upphæðir sem viðskiptavinir okkar hafa greitt fyrir vörur í vefverslun fyrirtækisins.

Fenrisúlfur notar Google Analytics til vefmælinga. Í gegnum það eru ýmis atriði skráð eins og tími heimsókna á vefinn, dagsetning, gerð tækis, vafra og stýrikerfis.

Fenrisúlfur notar póstforritið Mailchimp sem vistar netföng til að senda áskrifendum og meðlimum í afsláttarklúbbi Fenrisúlfs upplýsingar um nýjar bækur, tilboð og nýtt efni á heimasíðu fyrirtækisins.

Ekkert af þeim forritum sem Fenrisúlfur notar er njósnabúnaður og ekkert af þeim safnar upplýsingum um netvafur notenda. Einu upplýsingarnar sem forritin gefa eru heimsóknir á vef og vefverslun Fenrisúlfs, t.d. dag­setn­ing og tími heim­sóknar, hvernig not­andinn kemur inn á vef­inn, hvort not­ast er við leit­arorð og hvaða vafra og stýrikerfi hann notar. Þessar upplýsingar eru síðan notaðar til að end­ur­bæta þjónustu og virkni vefsins út frá þörfum not­enda.

Notar Fenrisúlfur fótspor (cookies)?

Nei, ekki sem stendur. Ef það breytist verður óskað eftir samþykki notandans fyrir því að fyrirtækið noti fótspor. Fótspor eru litlar textaskrár sem eru notaðar á vefsíðum til að bera kennsl á notendur sem heimsækja vefinn. Með notkun fótspora er hægt að skoða hvaða efni notendur skoða og sníða vefinn betur að þörfum þeirra.

Allar upplýsingar sem fótspor gefa eru nafnlausar og eru engar persónulegar upplýsingar vistaðar. Þá er hægt í flestum vöfrum að breyta öryggisstillingum svo að þeir taki ekki á móti fótsporum. Einnig er hægt að eyða fótsporum sem hafa safnast saman í vafranum. Nánari upplýsingar um hvernig það er gert má finna í stillingum flestra vafra.

Almennt

Persónuverndarstefna Fenrisúlfs hlítir lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Löggjöfin er byggð á reglugerð Evrópusambandsins um sama efni. Þú getur lesið þér til um orðskýringar á helstu hugtökum laganna á vef Persónuverndar.

Share This