Dr. Clare Ellis

Lýðverkfræði — Skilyrði sköpuð fyrir borgarastríð og þjóðarmorð í Evrópu

Hluti af olíumálverkinu La Primavera (Vor) sem ítalski listamaðurinn Sandro Botticelli málaði um það bil 1480. Afrit: Wikimedia.

Hér má lesa valda kafla úr bókinni Lýðverkfræði: Skilyrði sköpuð fyrir borgarastríð og þjóðarmorð í Evrópu eftir Clare Ellis sem Fenrisúlfur — útgáfa og margmiðlun gefur út bráðlega.

1. kafli: Lýðfræðileg hnignun og útskiptafólksflutningar, bls. 7-9.

FYRIR SEINNI HEIMSSTYRJÖLD einkenndist saga flestra Evrópuríkja af flutningi fólks frá löndum álfunnar fremur en flutningi til þeirra. Ef um aðflutning var að ræða var hann einkum á milli landa innan Evrópu. [1] Þetta breyttist á árunum eftir lok seinni heimstyrjaldar þegar nýlendunum var veitt sjálfstæði og skortur varð á ódýru vinnuafli í Evrópu. Í lok fimmta áratugar 20. aldar og á þeim sjötta veittu ýmsar Evrópuþjóðir þegnum í fyrr­­­verandi nýlendum sínum ríkisborgararétt.
Á sjöunda áratugnum voru enn fremur gefin út tímabundin atvinnuleyfi til „ófaglærðs“ verkafólks frá löndum utan Evrópu í gegnum ráðningarferli fyrir „farandverkamenn“. Þrátt fyrir að hætt hafi verið við báðar þessar ráðstafanir stuttu eftir að þær hófust afréðu margir innflytjendur að vera um kyrrt í Evrópu. Fólks­flutn­ingar héldu áfram og núna út frá forsendum fjölskyldusamein­ingar og fyrir atbeina mannréttindalöggjafar.[2]

Á okkar tímum eru lág fæðingartíðni og hár lífaldur Evrópubúa höfuð­ástæðurnar sem evrópskir ráðamenn bera fyrir sig þegar þeir verja fjölda­inn­flutning á fólki til Evrópu. Hvort tveggja hafi að sögn leitt til fólks­fækk­unar, aukinnar skattbyrðar og dregið úr efnahagslegu og pólitísku valdi Evr­ópuríkja á heimsvísu.[3] Í þeim tilgangi að viðhalda völdum Evrópu­manna á alþjóðavettvangi er fullyrt að unnt sé að auka íbúafjölda álfunnar með lýð­verkfræðilegri stýringu, þ.e. að flytja inn fólk í stórum stíl til að vega upp á móti fækkun núverandi íbúa.

Í fjórðu framtíðarmyndinni sem skýrslan lýsir er hins vegar heildarfjöldi innflytjenda til ESB á tímabilinu 2000-2050 álitinn þurfa að vera um 80 milljón manns, eða u.þ.b. 1,6 milljónir á ári.

Um síðustu aldamót gáfu Sameinuðu þjóðirnar út skýrslu sem heitir Út­skipta­fólksflutningar: Lausn á fólksfækkun og hækkandi lífaldri fólks? (Replacement Migration: Is It a Solution to Declining and Ageing Popul­ation?). Í skýrslunni kemur fram að „með útskiptafólksflutningum (re­place­­­­ment migration) sé átt við alþjóðlega búferlaflutninga sem þurfi til að vega upp á móti minnkandi íbúafjölda, fækkun einstaklinga á vinnufærum aldri og hækkandi lífaldri fólks“.[4]

Í fréttatilkynningu sem Sameinuðu þjóðir­nar sendu frá sér um efni skýrslunnar er fullyrt að ef sporna eigi við fólksfækkun í löndum Evrópusambandsins (ESB) sé nauðsynlegt að flytja áfram inn fólk í sama mæli og gert var á tíunda áratug síðustu aldar. Á tíunda áratugnum var árlegur heildarfjöldi innflytjenda frá löndum utan Evrópu til ESB um 1,7 milljón manns. Sú tala felur einnig í sér varfærið mat á árlegum fjölda ólöglegra innflytjenda til Evrópu.[5]

Í fjórðu framtíðarmyndinni sem skýrslan lýsir er hins vegar heildarfjöldi innflytjenda til ESB á tímabilinu 2000-2050 álitinn þurfa að vera um 80 milljón manns, eða u.þ.b. 1,6 milljónir á ári.[6] Núna er gert ráð fyrir að um 1,5 milljón manns flytji ár hvert til landa Evr­ópu­sambandsins sem er í takt við framtíðarspá Sameinuðu þjóðanna. Inni í þeirri tölu eru þó ekki þær milljónir ólöglegra innflytjenda sem komið hafa til Evrópu síðustu árin vegna flóttamannavandans svonefnda.[7]

Þetta þýðir að fyrirhugaðir útskiptafólksflutningar eiga greinilega ekki við um fólk af evrópskum uppruna.

Hvaðan munu innflytjendurnir koma sem er ætlað að bjarga Evrópu frá lýð­fræðilegri hnignun? Samkvæmt Myron Weiner og Michael S. Teit­el­baum, sérfræðingum í áhrifum mannfjöldaþróunar á stjórnmál, „hefur há fæðingartíðni í sumum löndum og lág frjósemi í öðrum getið af sér það sem kalla má tilgátuna um lýðfræðimismun þjóða (demographic differential hypo­­thesis). Samkvæmt henni ræðst mannfjöldaflutningur á milli landa af því hversu mikill mismunur er á frjósemi þjóða og hversu lengi sá mismunur varir“.[8]

Sökum þess að öll ríki heims byggð Evrópumönnum gjalda fyrir lága fæðingartíðni og minnkandi fólksfjölda verða innflytjendur til Evrópu að koma frá löndum þar sem frjósemi er mikil og meðalaldur íbúa lágur. Þau lönd er að jafnaði að finna í Afríku, Asíu og Mið-Austurlöndum og því áþekk löndunum sem innflytjendur komu frá eftir lok seinni heims­styrj­aldar. Þetta þýðir að fyrirhugaðir útskiptafólksflutningar eiga greinilega ekki við um fólk af evrópskum uppruna.

3. kafli: Meirihlutaræði og frumbyggjaréttur, bls. 21-22.

Monica Duffy Toft, prófessor í stjórnsýslufræðum við Blavatnik-háskóla, segir að samkvæmt valdaskiptakenningunni valdi fólksfjölgun eins etnísks hóps í fjölkynþátta- eða fjölþjóðaríkjum því að stöðugleikinn, sem ríkir milli þjóðarbrota, fari úr skorðum og ráðandi valdaskipan sé boðið birginn.[9]

Mikið innstreymi fólks (einkum keðjuflutningar) sem býr yfir öðrum eiginleikum og hefur ólík viðhorf til lífsins en þjóðin sem tekur á móti þeim getur haft afdrifaríkar afleiðingar.

Sökum þess að „þjóðarbrot hafa tilhneigingu til að kjósa sem ein heild“ og vegna þess að ,,hugmyndin um meirihlutaræði“ er ein af grunnreglum lýðræðis framkalla breytingar á lýðsamsetningu – þegar etnískur minnihluti verður að meirihluta – valdatilfærslu frá einu þjóðarbroti til annars í sam­ræmi við leikreglur lýðræðisins.[10]

Meginreglan um meirihlutaræði þýðir að ef þjóðernis- og/eða stjórnmálahópur verður „mælanlegur og auðþekkjan­legur“  meirihluti þá auðveldar það liðsöfnun stjórnmála- og/eða þjóðernis­hópa sem flýtir fyrir breytingum.[11]

Það hefur verið ríkjandi skoðun að valdatilfærsla milli þjóðarbrota gerist í áföngum. Á hinn bóginn má nefna að þegar þjóðríki sem stundar fjöldainnflutning á fólki af öðrum etnískum uppruna líður fyrir lága fæð­ingartíðni og ræður yfir landi sem liggur í námunda við upprunalönd innflytjenda geta valdaskiptin gerst snöggt og þeim fylgt vandamál.[12]

Einnig auka sterk tengsl við upprunalandið og há fæðingartíðni líkur á því að í odda skerist.

Mikið innstreymi fólks (einkum keðjuflutningar) sem býr yfir öðrum eiginleikum og hefur ólík viðhorf til lífsins en þjóðin sem tekur á móti þeim getur haft afdrifaríkar afleiðingar.[13]* Þegar fjöldi þess þjóðarbrots sem þegar hefur sest að í landinu eykst verulega, styrkir það félagsauð (social capital) hópsins og getur ógnað valdastöðu heimamanna.

Þetta getur einnig átt við þótt innflytjendurnir séu af ólíkum uppruna, t.d. Afríkumenn, Asíubúar eða arabar, ef þeir aðhyllast sömu trú (t.d. íslam) eða telja sig eiga harma að hefna (vegna nýlendustefnu fyrri tíma, yfirstandandi stríðs eða hnattvæðingar) og/ eða hafa óbeit á menningu og íbúum gistilandsins.  Einnig auka sterk tengsl við upprunalandið[14]** og há fæðingartíðni líkur á því að í  odda skerist.

* Ólík öðrum eiginleikum hvað t.d. þjóðerni, kynþátt eða tungumál varðar.

** Tengslakenningar um alþjóðlega fólksflutninga eru notaðar til að færa rök fyrir því að þverþjóðleg tengslanet „myndist milli innflytjenda og ættingja þeirra og nágranna í uppruna­land­inu“ og þessi „tengsl minnki áhættu og lækki kostnað (fjárhagslegan, sálrænan og félags­legan) vegna þeirra innflytjenda sem á eftir koma og viðhaldi þar með og auki jafnvel á flæði alþjóðlegra fólksflutninga löngu eftir að öflin sem komu þeim af stað hafa fjarað út“. Það var einmitt tilfellið á 8. áratug síðustu aldar þegar Evrópuþjóðir hættu að ráða erlent starfsfólk en samt hélt innflutningur á fólki áfram í formi fjölskyldusameiningar.

Dr. Clare Ellis fæddist á Englandi og lagði stund á doktorsnám undir leiðsögn Ricardo Duchesne við New Brunswick-háskólann í Kanada. Hún hlaut doktorsnafnbót árið 2017 fyrir ritgerð sína A Critique of Cosmopolitan Integration in the European Union: Demographic and Political Decline of Native Europeans.

TILVÍSANIR

[1] Francesca Fauri, ritstj., The History of Migration in Europe: Perspectives from Economics, Politics and Sociology (London: Routledge, 2015); N. Diaz Guardia og K. Pichelmann, Labour Migration Patterns in Europe: Recent Trends, Future Challenges (Paper nr. 256) (Brussels: European Commission, Directorate-General for Economic and Financial Affairs, September 2006).  Sótt af http://ec.europa.eu/economy_finance/publications/pages/publication644_en.pdf

David Jacobson, Rights Across Borders: Immigration and the Decline of Citizenship (Baltimore: Johns Hopkins University Press, 1997).

[2] Sara de la Rica, Albrecht Glitz, og Fransesc Ortega, Immigration in Europe: Trends, Policies and Empirical Evidence (DP nr. 7778) (Bonn: Institute for the Study of Labor, 2013). Sótt af http://ftp.iza.org/dp7778.pdf

Christian Dustmann og Tommaso Frattini, „Immigration: The European Experience“ (Discussion Paper nr. 2012 – 01, endursk. útg.) (London: Norface Migration, 2012). Sótt af http://www.norface-migration.org/publ_uploads/NDP_01_12.pdf

Eurostat, Migrants in Europe: A Statistical Portrait of the First and Second Generation (Luxembourg: Publications Office of the European Union. doi:10.2785/5318, 2011).

International Organization for Migration, Compendium of Migrant Integration Policies and Practices (New York: UN Migration Agency, 2009). Sótt af https://www.iom.int/jahia/webdav/shared/shared/mainsite/activities/facilitati ng/mi_compendium_ver_feb2010.pdf;

United Nations Statistics Division (UNSD) Demographic Statistics, „Foreign-Born Population by Country/Area of Birth, Age, and Sex“ (ódagsett). Sótt af http://data.un.org/Data.aspx?d=pop&f=tableCode%3A44

United Nations Statistics Division (UNSD) Demographic Statistics. „Native and Foreign-Born Population by Age, Sex, and Urban/Rural Residence“ (ódagsett). Sótt af http://data.un.org/Data.aspx?q=foreign-born&d=POP&f=tableCode%3a24

[3] Craig A. Parsons og Timothy M. Smeeding, ritstj., Immigration and the Transformation of Europe (Cambridge: Cambridge University Press, 2006).

Myron Weiner og Michael S. Teitelbaum, Political Demography, Demographic Engineering (Oxford: Berghahn Books, 2001).

[4] United Nations, „Executive Summary“ í Replacement Migration: Is It a Solution to Declining and Ageing Population? (UN Population Division. Department of Economic and Social Affairs. ST/ESA/SER.A/206, 2001), 1. Sótt af https://www.un.org/en/development/desa/population/publications/pdf/ageing/replacement-es.pdf

[5] Nicola Rossi, „Managed Diversity“ í The Progressive Manifesto: New Ideas for the Centre-Left, ritstj. Anthony Giddens (New York: Wiley, 2003), 122-36, 121.

[6] United Nations, „Executive Summary“, 2.

[7] Commission of the European Communities, Meeting Social Needs in an Ageing Society (Working Document, SEC 2911) (Brussels: Commission of the European Communities, 2008). Sótt af http://www.igfse.pt/upload/docs/gabdoc/2008/11-Nov/Demography2008_ exec_summary.pdf

  1. De Lima, S. Bernabè, R. L. Bubbico, S. Leonardo, og C. Weiss, Migration and the EU: Challenges, Opportunities, the Role of EIB (Luxembourg: European Investment Bank [EIB], Economics Department, 2016). Sótt af http://www.eib.org/attachments/migration_and_the_eu_en.pdf

[8] Weiner og Teitelbaum, Political Demography, Demographic Engineering, 87.

[9] Monica Duffy Toft, „Population Shifts and Civil War: A Test of Power Transition Theory“, International Interactions 33, nr. 3 (júlí 2007): 243-69. doi:10.1080/03050620701449025

[10] Sama rit, 248.

[11] Monica Duffy Toft, „Indivisible Territory, Geographic Concentration, and Ethnic War“, Security Studies 12, nr. 2 (2002): 82-119, 91-92. doi:10.1080/09636410212120010

[12] Weiner og Teitelbaum, Political Demography, Demographic Engineering, 21-22.

[13] Sjá Weiner og Teitelbaum, Political Demography, Demographic Engineering, 104

[14] Weiner og  Teitelbaum, Political Demography, Demographic Engineering, 90.

Share This