Viltu styrkja forlagið og fá bókagjöf að launum?

Hugvit, tækniþekkingin og handritin eru til staðar en okkur vantar meiri pening til að renna styrkari stoðum undir forlagið. Ef þú ert aflögufær og vilt styrkja útgáfuna getur þú gert það með því að velja upphæð og smella á viðeigandi hnapp hér fyrir neðan. Þá verður þú fluttur yfir á örugga greiðslusíðu. Fyrir hvert 10.000 kr. framlag sem þú leggur inn færðu að gjöf eina bók (t.d. innbundna, í mjúkbandi eða Kindle-útgáfu) að eigin vali. Framlag þitt er því ekki bara mikilvægur stuðningur við útgáfuna heldur áskrift að þeim bókum sem Fenrisúlfur mun gefa út í framtíðinni.

 

Styrkja
Þegar þú smellir á hnappinn fyrir neðan upphæðina ertu fluttur yfir á örugga greiðslusíðu myPOS. MyPOS uppfyllir PCI DSS öryggisstaðlana og tengist alþjóðlegum greiðslumiðlunarkerfum VISA og MasterCard. Ef debet- eða kreditkortið þitt styður 3D auðkennisaðferð gætir þú verið fluttur á síðu á vegum banka þíns sem er með 3-D öryggi, t.d. staðfestingarkerfi Valitors. Þú færð sms skilaboð með lykilorði í símanúmerið sem er skráð bakvið kortið og notar lykilorðið til að staðfesta færsluna.
Við greiðslu er ekki gefið upp nafn, netfang eða heimilisfang og kortaupplýsingar þínar eru ekki afhentar Fenrisúlfi. Ef framlag þitt er 10.000 kr. eða hærra áttu inni hjá okkur bókagjöf eða bókagjafir. Því er mikilvægt að þú sendir okkur línu á netfangið fenrisulfur-utgafa@protonmail.com svo við getum komið bókinni eða bókunum til þín. Öll samskipti milli notanda og vefsíðunnar eru dulkóðuð. Hér að neðan má finna nánari upplýsingar um öryggismál greiðslusíðunnar.

5.000 kr.

30.000 kr.

80.000 kr.

10.000 kr.

40.000 kr.

90.000 kr.

15.000 kr.

50.000 kr.

100.000 kr.

20.000 kr.

60.000 kr.

120.000 kr.

MyPOS greiðslulausn

SSL-samskiptareglur

SSL-samskiptareglur eru fyrir öruggar gagnasendingar á netinu milli biðlara og þjóns. Vefslóð þjóns sem krefst SSL-samskiptareglna hefst á ,,https:“ í stað ,,http:“. Með því að nota https þá eru öll samskipti milli notanda og vefsíðunnar dulkóðuð. Greiðslulausnafyrirtækið myPOS annast alla greiðslumiðlun fyrir vefverslun og styrktarlínur Fenrisúlfs. Kortaupplýsingar þínar eru því ekki afhentar forlaginu. Færslukerfi myPOS tengist VISA, MasterCard og fleiri alþjóðlegum greiðslumiðlunarkerfum.

Persónuvernd

PCI – DSS öryggisvottun

MyPOS hefur alhliða PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun. Alþjóðlegu greiðslukortafyrirtækin gera í dag þá kröfu að öll greiðslulausnafyrirtæki, sem meðhöndla, vista, senda eða móttaka greiðslukortaupplýsingar, vinni í samræmi við kröfur þessa staðals. Upplýsingaöryggisstefna myPOS tekur einnig mið af lögum og reglugerð um persónuvernd, tilskipun Evrópusambandsins um persónuvernd og viðkomandi öryggisstöðlum.

3D-öryggi

Vottun VISA og MasterCard

3D-öryggi er staðfestingaraðferð frá VISA (Verified by VISA) og MasterCard Secure Code til að auka öryggi í netviðskiptum. Þegar korthafi greiðir á greiðslusíðu myPOS með kreditkorti sínu þarf hann að staðfesta færsluna með lykilorði sem berast í símanúmer sem er skráð bakvið kortið. Því er mikilvægt að korthafi sé með rétt farsímanúmer skráð hjá viðskiptabanka sínum. Ef farsímanúmerið er rangt eða ekkert farsímanúmer skráð, þarf korthafinn að hringja í þjónustuver útgáfubanka kortsins og gefa upp rétt númer.

Share This