Douglas Murray

Dauði Evrópu — Innflytjendur, sjáfsmynd, íslam

Hluti af olíumálverkinu El rapto de las sabinas (Rán Sabína-kvennanna) sem franski listmálarinn Nicolas Poussin málaði 1634 eða 1635. Afrit: Wikimedia.

Hér er að finna valin brot úr bókinni Dauði Evrópu: Innflytjendur, sjálfsmynd, íslam eftir Douglas Murray. Útgefandi er Tjáningarfrelsið.

3. kafli: Afsakanir sem við bárum á borð fyrir okkur. Fjölbreytni, bls. 70-71, 73, 75-76.

EIN AF SÉRKENNILEGUSTU röksemdunum fyrir fjöldainnflutningi fólks til Evrópulanda er að Evrópuríki séu tilbúin til breytinga. Í hvert skipti sem efnahagsleg rök til réttlætingar fjöldainnflutningi fólks eru hrakin koma siðrænu og menningarlegu röksemdirnar. Án þess að talsfólk fjöldainnflutningsins viðurkenni uppgjöf, hvað varðar efnahagsleg sjónarmið, setur það fram afstöðu eitthvað í þessa veru: Setjum sem svo að fjöldainnflutningur geri okkur ekki fjárhagslega ríkari. Það skiptir ekki máli vegna þess að fjöldainnflutningur fólks gerir okkur ríkari með öðrum hætti. Sem sagt, jafnvel þó að fjöldainnflutningur fólks geri okkur fátækari bætir menningarlegur ávinningur upp fjárhagstjónið.
Þessar röksemdir eru reistar á því að evrópsk þjóðfélög séu frekar leiðinleg og stöðnuð. Þetta er staðhæfing sem mundi ekki vera tekið fagnandi í mörgum samfélögum. Sjónarmiðin eru í raun þessi, að á meðan hinn hluti heimsins þurfi ekki á fjöldainnflutningi fólks að halda frá öðrum menningarheimum, til þess að bæta stöðuna hjá sér, þurfi Evrópuríkin að gera það og muni græða sérstaklega á slíkum fólksflutningum. Þetta er eins og það sé hola í hjarta Evrópu sem þurfi að fylla upp í og án þess að það sé gert verðum við fátækari í anda. Nýtt fólk kemur með ólíka menningu, önnur viðhorf, ólík tungumál og eins og hamrað er á endalaust, og nýja og spennandi rétti til að borða …

Alveg eins og hægt er að segja eitthvað jákvætt um hvaða menningu sem er hafa þær hver fyrir sig einnig óæskilega þætti í för með sér.

Í þeirri röksemd að fjöldainnflutningur fólks á grundvelli „fjölbreytni“ sé góður í sjálfum sér er ekki tekið tillit til gríðarlega mikilvægs atriðis sem fram að þessu hefur ekki verið talað um. Alveg eins og hægt er að segja eitthvað jákvætt um hvaða menningu sem er hafa þær hver fyrir sig einnig óæskilega þætti í för með sér. Á meðan talað er um jákvæðu hliðarnar og þær ýktar tekur það mörg ár að viðurkenna þær neikvæðu ef þær eru yfirleitt viðurkenndar …

Það var ekki fyrr en snemma á 21. öldinni að fréttamiðlar fóru að rannsaka atburði sem síkhar og hvítt verkafólk höfðu verið að greina frá. Umfjöllun þessara miðla sýndi fram á að skipulögð misnotkun hópa múslímskra karlmanna af norður-afrískum og pakistönskum uppruna á unglingsstúlkum færi fram í Norður-Englandi og víðar. Í öllum tilvikum hafði lögreglan ekki þorað að líta á málið og þegar fjölmiðlar skoðuðu það loksins ýttu þeir því líka til hliðar.

Frásögn um heimildir um samfélagsþjónustu í Bradford árið 2004 var frestað eftir að sjálfskipaðir andfasistar og lögreglustjórar á svæðinu skutu máli sínu til Channel 4-sjónvarpsstöðvarinnar um að stinga heimildunum um þetta undir stól. Sá þáttur sem fjallaði um kynferðislega misnotkun glæpahópa af „asískum“ uppruna á hvítum stúlkum var talinn vera of stjórnmálalega eldfimur.

Sérstaklega var á það bent að með því að gera þetta mál opinbert gæti það hjálpað Breska þjóðarflokknum í sveitarstjórnarkosningum sem voru fram undan. Gerð var grein fyrir þessum heimildum nokkrum mánuðum eftir kosningarnar. En allt sem fylgdi og var sagt um málið sýndi aðeins lítinn hluta vandamálsins en þetta var ástand sem átti eftir að breiðast út um Evrópu.

Þegar Ann Cryer, þingmaður Verkamannaflokksins, tók málið upp hvað varðaði nauðganir á stúlkum undir lögaldri í kjördæmi hennar var henni samstundis hafnað víða sem „íslamófób“ og rasista og hún þurfti um skeið að njóta lögregluverndar.

Að sýna fram á eða jafnvel nefna misnotkun á þessum árum hafði í för með sér skelfileg vandamál. Þegar Ann Cryer, þingmaður Verkamannaflokksins, tók málið upp hvað varðaði nauðganir á stúlkum undir lögaldri í kjördæmi hennar var henni samstundis hafnað víða sem „íslamófób“ og rasista og hún þurfti um skeið að njóta lögregluverndar. Það tók mörg ár fyrir ríkisstjórnina, sveitarstjórnir, lögreglu og ákæruvald að taka á sig rögg og fara að skipta sér af málinu.

Þegar þeir byrjuðu loksins á því með opinberri rannsókn á misnotkun stúlkna í borginni Rotherham kom í ljós misnotkun á að minnsta kosti 1.400 börnum á árunum 2007–2014. Fórnarlömbin voru öll hvítar stúlkur sem voru ekki múslímar og yngsta fórnarlambið var 11 ára. Öllum hafði verið nauðgað með svívirðilegum hætti og hellt hafði verið bensíni yfir sumar þeirra og hótað að kveikja í þeim. Öðrum var hótað með byssum og þær neyddar til að horfa á þegar öðrum stúlkum var nauðgað með hrottafengnum hætti, til að vara þær við ef þær ætluðu sér að segja einhverjum frá misnotkuninni.

Rannsóknin sýndi líka að þó að glæpamennirnir væru næstum allir karlmenn af pakistönskum uppruna, sem unnu saman í hópum, lýstu borgaryfirvöld því að þau væru hrædd við að gera grein fyrir þjóðernislegum uppruna glæpamannanna af ótta við að vera brugðið um rasisma. Aðrir fengu og mundu eftir skilaboðum frá yfirboðurum sínum um að gera ekki neitt. Könnunin sýndi ennfremur að lögreglan í borginni hafði brugðist og hafði ekkert gert af ótta við að vera sökuð um rasisma og hvað þetta mál gæti valdið samfélaginu.[1]

Sagan um það sem gerðist í Rotherham, eins og fjölmargar sögur af svipuðum málum í borgum um allt Bretland, kom fram að hluta til vegna þess að nokkrir blaðamenn voru ákveðnir í að segja frá þessu. Allan tímann, meðan á þessu stóð, voru samfélögin, sem þessir glæpamenn komu úr, ófús til að taka á vandamálinu en höfðu hins vegar mikla löngun til að breiða yfir það. Eftir að glæpamennirnir höfðu verið dæmdir af löglegum dómstólum héldu fjölskyldur þeirra því fram að spor ríkisstjórnarinnar, hvað málið snerti, væru auðrekjanleg.[2] Þegar múslími nokkur í Norður-Englandi talaði gegn fjöldanauðgunum á hvítum stúlkum, manna úr því samfélagi sem hann var í, hótuðu aðrir múslímar í Bretlandi því að drepa hann fyrir að segja þetta.[3]

Annars staðar í Vestur-Evrópu varð hið sama uppi á teningnum og sannleikurinn kom ekki í ljós fyrr en löngu eftir að atburðirnir urðu, af sömu ástæðum og í Bretlandi. Í hverju landi var reynt að þegja þessi mál í hel og yfirvöld lögðu því lið, meðal annars með því að birta ekki tölfræðilegar upplýsingar vegna glæpamála á grundvelli þjóðernis eða trúar glæpamannanna.

Annars staðar í Vestur-Evrópu varð hið sama uppi á teningnum og sannleikurinn kom ekki í ljós fyrr en löngu eftir að atburðirnir urðu, af sömu ástæðum og í Bretlandi. Í hverju landi var reynt að þegja þessi mál í hel og yfirvöld lögðu því lið, meðal annars með því að birta ekki tölfræðilegar upplýsingar vegna glæpamála á grundvelli þjóðernis eða trúar glæpamannanna. Árið 2009 upplýsti lögreglan í Noregi að innflytjendur, sem komu annars staðar að en frá Vesturlöndum, væru sekir um allar tilkynntar árásarnauðganir í Osló.[4]

Eitt af því sem þetta sýnir er að þó að ákveðnir kostir felist í innflutningi fólks og öllum sé gert það ljóst, tekur mikinn tíma að viðurkenna vandamálin sem fylgja því að taka við fjölda fólks úr öðrum menningarheimi. Á meðan virðist sem reynt sé að ná því samkomulagi við almenning að þetta sé ekki svo afleitt því að þó að það séu fleiri morð og kynferðislegar árásir höfum við þó alténd nýja og framandi margbreytilega matarrétti til að moða úr.

Douglas Murray nam enskar bókmenntir við Oxford-háskóla. Hann er ritstjórnarfulltrúi við vikublaðið The Spectator og dálkahöfundur í blöðum á borð við Wall Street Journal, Sunday Times og tímaritið Standpoint. Þá er hann eftirsóttur fyrirlesari og stjórnmálaskýrandi.

TILVÍSANIR

[1] Alexis Jay OBE. 2014. Independent Inquiry into Child Sexual Exploitation in Rotherham (1997 – 2013). Rotherham: Rotherham Metropolitan Borough Council.

[2] T.d. fyrir utan Old Bailey í London eftir  Operation Bullfinch-réttarhöldin.

[3] Mohammad Shafiq í Ramadan-stofnuninni.

[4] „Indvandrere bak alle anmeldte overfallsvoldtekter i Oslo“. Dagbladet, 15. apríl 2009.

Share This